Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Jón Jónsson - Lengi lifum við

Mynd: Skjáskot / RÚV

Jón Jónsson - Lengi lifum við

25.10.2021 - 14:45

Höfundar

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson hefur sent frá sér sína þriðju plötu - Lengi lifum við, sem hann vinnur með upptökustjóranum Pálma Ragnari. Jón hefur verið með vinsælustu popptónlistarmönnum Íslands síðasta áratug en fyrsta plata hans Wait for Fate kom út 2011 og Heim fylgdi í kjölfarið árið 2014.

Á nýju plötunni Lengi lifum við semur Jón öll lögin tólf en fær aðstoð við textagerð frá Einari Lövdahl Gunnlaugssyni í lögunum Ef ástin er hrein og hvað er satt. Samstarf Jóns við Pálma Ragnar Ásgeirsson upptökustjóra hefur verið í gangi síðustu þrjú ár en eins og flestir vita þá hefur hann unnið töluvert með bróður Jóns, Friðriki Dór og fleirum.

Jón segir plötuna vera týpíska Jón Jónsson-plötu þar sem úthverfapabbinn er á hugljúfum nótum, faðmar hamingjuna og kærleikann og fær hjálp frá Pálma Ragnari við að vera ekki of væminn. Platan var unninn frá byrjun árs og kláruð nú í október.

Jón Jónsson - Lengi lifum við er plata vikunnar á Rás 2 og verður flutt í heild sinni ásamt kynningum Jóns og Pálma Ragnars auk þess að vera aðgengileg í spilara.

Mynd með færslu
 Mynd: JJ Music - Lengi lifum við
Lengi lifum við