Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Góður árangur Íslendinga á NM í skylmingum

Mynd með færslu
 Mynd: Skylmingasamband Íslands

Góður árangur Íslendinga á NM í skylmingum

25.10.2021 - 20:49
Íslenskir skylmingamenn áttu góðu gengi að fagna á norðurlandameistaramóti sem haldið var í Espoo í Finnlandi um helgina. Þátttakendur voru um 600 í heildina og keppt var með þremur tegundum sverða þ.e. lagsverð, stungusverð og höggsverð.

Þátttakendur frá Íslandi voru níu  talsins og kepptu þeir allir með  höggsverði. Þá tóku einnig þátt keppendur frá Eystrasaltslöndunum. Frammistaða Íslendinganna var með ágætum og sigraði lið Íslands glæsilega  í liðakeppninni.

Lið Íslands skipuðu Sævar Baldur Lúðvíksson, Gunnar Egill Ágústsson, Emil Ísleifur Sumarliðason og Jakob Lars Kristmannsson.

Fyrri daginn fór fram aðalkeppni einstaklinga þar sem sterkustu einstaklingar landanna tókust á og var frammistaða Íslendinganna mjög góð og lentu þeir sterkustu í tveimur efstu sætunum á mótinu. 

Ný krýndur norðurlandameistari er Sævar Baldur Lúðvíksson en hann sigraði alla sína andstæðinga á mótinu.  Annar varð Gunnar Egill Ágústsson sem fór heim með silfur. Svo sannarlega góð frammistaða íslensku keppendanna.