Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Flundran illa liðin en góð á bragðið

25.10.2021 - 08:42
Mynd: Jóhannes Jónsson / RÚV/Landinn
Flatfiskurinn flundra hefur breiðst hratt í kringum landið og finnst bæði í sjónum og í ám. Flundran veiddist fyrst í Ölfusá 1999 og hefur síðan þá breiðst réttsælis í kringum landið. Doktorsneminn Theresa Henke, sem stundar nám sitt við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum, hefur rannsakað flundruna undanfarin ár og meðal annars leitað til almennings.

„Þegar ég var í mastersnáminu hitti ég margt fólk sem sagðist hafa veitt flundrur í ám og það vakti áhuga minn á því að innvinkla almenning sem stundar veiðar og ver löngum stundum í ám. Ég hrinti því af stað verkefni þar sem ég notaði spurningakönnun á netinu til að biðja fólk um að láta mig vita hvar það hafði veitt flundru, hvaða ár það veiddi fyrst flundru og hvað þeim fyndist um hana,“ segir Theresa. Hún segir að flundran hafi á sér neikvætt orð hér á landi. Það sé hins vegar andstætt við afstöðu fólks til hennar þar sem hún hefur veiðst í gegnum tíðina, fólk veiði hana sérstakleg og að hún sé vinsæll matfiskur. 

Hefur þú eldað hana? „Já, ég gerði það loksins í fyrrasumar. Og hún er góð! Góður matfiskur.“

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður