Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fjögur COVID-19 smit á hjartadeild Landspítala

25.10.2021 - 21:44
Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Fjögur COVID-19 smit hafa greinst á hjarta-, lungna og augnskurðdeild Landspítala, eða 12G. Talsmaður Landspítala segir smitrakningu standa yfir meðal sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna. Ekki er vitað hvernig smitið barst inn á deildina. Deildinni hefur verið lokað fyrir innlögnum sem og heimsóknum.

Í tilkynningu frá spítalanum segir að til viðbótar hafi nú um helgina verið 21 smit greint hjá fólki með tengsl við spítalann. Því sé einnig fólk í sóttkví eða einangrun tengt því.

Ítrekað er í tilkynningunni að enn séu stranga sóttvarnarreglur í gildi á Landspítala, svo sem grímuskylda, fjarlægðartakmörk og persónulegar sóttvarnir.

Ættingjar sem komi í heimsóknir á aðrar deildir eru beðnir um að nota grímur inni á spítalanum og að koma ekki inn á spítalann sýni það einkenni COVID-19.