Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Býst ekki við umskiptum á fjarskiptamarkaði

25.10.2021 - 08:31
Mynd: Rúv / Rúv
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu býst ekki við verulegum umskiptum á fjarskiptamarkaði við söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Fjarskiptastofa hefur átt fund með stjórnendum Ardian um kaupin.

„Ég hef svo sem ekki fyrirfram áhyggjur af þessu. En að sjálfsögðu verða menn að hafa allan vara á sér,“ sagði Hrafnkell í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

„Okkar samskipti við Mílu og Símann hafa svo sem ekki verið dans á rósum á köflum á þesari yfir 25 ára vegferð. Ég geri ekki ráð fyrir því að aðili sem er í markaðsráðandi stöðu, eins og síminn og Míla hafa verið alla tíð, að það verði veruleg umskipti þarna. Hegðun fyrirtæksins hefur ekki komið fram. Núna eru menn í honeymoon (hveitibrauðsdaga) hlutanum.“