Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

82 skráðir inn á COVID-göngudeildina í gær

Mynd með færslu
 Mynd: Landspítalinn
82 voru skráðir inn á COVID-göngudeildina í gær; 65 fullorðnir og 17 börn. Sjö liggja inn á Landspítalanum með virkt smit, þar af einn á gjörgæslu en hann er ekki í öndunarvél. Meðalaldur þeirra sem liggja inni á Landspítalanum núna er 42 ár.

Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Smittölur dagsins á covid.is hafa ekki verið uppfærðar en þar verður að finna upplýsingar um hversu margir greindust með kórónuveiruna um helgina.

Til stendur að aflétta öllum takmörkunum eftir tæpar fjórar vikur. Nú mega 2.000 þúsund koma saman og búið er að aflétta grímuskyldu að mestu.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV