Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Tvö mörk í viðbótartíma í El Clasico- sigri Real Madrid

epa09543871 Real Madrid's players celebrate their victory after the Spanish LaLiga soccer match between FC Barcelona and Real Madrid at Camp Nou stadium in Barcelona, Catalonia, Spain, 24 October 2021.  EPA-EFE/Alberto Estevez
 Mynd: EPA-EFE - EFE

Tvö mörk í viðbótartíma í El Clasico- sigri Real Madrid

24.10.2021 - 16:38
Tvö mörk voru skoruð í viðbótartíma þegar Real Madrid vann Barcelona í 1-2 í „El Clasico"- viðureign liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þetta er fjórði sigur Real Madrid í röð gegn Barcelona en það gerðist síðast árið 1965.

David Alaba kom Real Madrid yfir á 32. mínútu og er þetta fyrsta mark hans með liðinu. Það stefndi í að þetta yrði eina mark leiksins eða þar til komið var fram á þriðju mínútu viðbótartímans. Þá skoraði Lucas Vázquez og kom Real Madrid í 0-2. Alls var sjö mínútum bætt við í uppbótartíme og á sjöundu og síðustu mínútunni náði Sergio Aguero að laga stöðuna fyrir Barcelona og lokatölur 1-2 fyrir Real Madrid.

Real Madrid er á toppi deildarinnar með 20 stig, eins og Sevilla og Real Sociedad. Barcelona er með 15 stig í 9. sæti.