Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tólf almennir borgarar fallnir í Kasmír-héraði

24.10.2021 - 12:03
epa09534141 An Indian paramilitary soldier checks I-card of a Kashmiri man during surprise frisking in main city center Lal Chowk in Srinagar, the summer capital of Indian Kashmir, 20 October 2021. Security has been beefed up in Indian Kashmir following the killings of non-local labourers. Eleven civilians, including five non-locals and three minority community members have been killed by unidentified gunmen in targeted attacks during the past two weeks.  EPA-EFE/FAROOQ KHAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Almennur borgari lét lífið í kúlnahríð milli indverskra öryggissveita og uppreisnarmanna í Kasmír-héraði í morgun. Átök hafa færst í aukana þar undanfarna mánuði en tólf óbreyttir borgarar hafa fallið frá mánaðamótum.

Mikill viðbúnaður er í héraðinu vegna heimsóknar Amit Shah innanríkisráðherra Indlands næstráðanda forsætisráðherrans Narendra Modi. Lögregla segir málið í rannsókn. 

Sandpokavígi hafa verið sett upp víðsvegar um Srinagar höfuðstað héraðsins og leyniskyttur hafa komið sér fyrir hvarvetna þar sem Shah fer um. 

Atvikið varð nærri búðum öryggissveita í þorpinu Zainapora. Maðurinn er tólfti borgarinn sem lætur lífið af völdum öryggisveita eða uppreisnarmanna í Kasmír það sem af er mánuðinum. 

Árásum uppreisnarsveita hefur fjölgað mjög upp á síðkastið en þær berjast fyrir sjálfstæði eða fullum samruna héraðsins við Pakistan

Hindúar og Síkar eru helstu skotmörk uppreisnarmanna auk indverskra farandverkamanna.  Um hálf milljón indverskra hermanna og öryggissveitamanna er í Kasmír héraði í þeim tilgangi að halda aftur af sveitum uppreisnarmannanna.  

Mikill órói hefur verið í Kasmír eftir að indversk stjórnvöld ákváðu að draga til baka sjálfsstjórn héraðsins í ágúst 2019. Stjórn héraðsins hefur verið skipt milli Indlands og Pakistan frá árinu 1947 en uppreisn hófst þar árið 1989. Tugir þúsunda liggja í valnum eftir þau átök að mestu óbreyttir borgarar. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV