Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hundruð uppreisnarmanna felldir í Jemen

epa06614349 Yemeni soldiers participate in a military maneuver supported by the Saudi-led military coalition in the eastern province of Marib, Yemen, 19 March 2018. The Saudi-led military coalition has been supporting armed forces of Yemen's
Jemenskir stjórnarhermenn. Mynd: EPA-EFE - EPA
Hátt í þrjú hundruð úr sveitum Húta hafa fallið í Jemen undanfarna þrjá daga í árásum fjölþjóðlegra hersveita leiddum af Sádum. Hörð átök hafa staðið yfir undarfarnar vikur umhverfis þetta síðasta vígi ríkisstjórnar landsins.

Í yfirlýsingu hersveitanna sem aðstoða stjórnarherinn í átökum við uppreisnarmennina segir að tugir farartækja hefðu eyðilagst og 264 fallið. Hútar sem eru dyggilega studdir af Íransstjórn gefa sjaldan upp mannfall og tækjatjón og því hafa orð fjölþjóðahersins ekki fengist staðfest.

Undanfarnar tvær vikur hefur sprengjum rignt nánast daglega yfir landsvæðið umhverfis Marib. Hundruð Húta eru sagðir hafa fallið í árásunum. Vígasveitir þeirra hófu í febrúar þunga sókn í átt að Marib og hafa enn aukið viðbúnað sinn undarfarnar vikur.  

Tugir þúsunda hafa fallið í borgarastyrjöldinni í Jemen, sem staðið hefur í sjö ár, og milljónir lent á vergangi. Hungursneyð blasir við milljónum manna. 

Sameinuðu þjóðirnar segja ástandið þar í landi mestu mannúðarkrísu heims og barnahjálp SÞ tilkynnti í vikunni að minnst 10 þúsund börn hefðu farist eða særst í styrjöldinni.