Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Sex mánuðir í kosningar en baráttan þegar hafin

23.10.2021 - 15:14
epa09541171 Participants of the Peace March wave flags during the demonstration marking the 65th anniversary of the Hungarian revolution and war of  independence against communist rule and the Soviet Union in 1956 on the Szabadsag (Freedom) Bridge in Budapest, Hungary, 23 October 2021. The Peace March was organized by the pro-government Civic Solidarity Forum Foundation.  EPA-EFE/Zoltan Balogh HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI
Kosningabarátta er hafin í Ungverjalandi sex mánuðum fyrir þingkosningar í landinu. Talið er að afar mjótt verði á munum milli flokks Viktors Orban og Peter Marki-Zay nýkjörins leiðtoga stjórnarandstöðunnar.

Tugir þúsunda fylgismanna Orbans söfnuðust saman í miðborg Búdapest í dag til að hlýða á ræðu hans. Marki-Zay heldur útifund síðar í dag en þegar hafa þúsundir komið sér fyrir þar sem hann hyggst tala.

Í dag er þess minnst að 65 ár eru liðin frá misheppnaðri uppreisn Ungverja gegn Sovétríkjunum. Sex stjórnarandstöðuflokkar mynduðu með sér bandalag gegn Fidesz flokki Orbans sem hefur löngum hagnast á einmenningskjörkerfi landsins.

Allt frá árinu 2010 hefur Orban sigrað með yfirburðum í kosningum en nú er búist við að á brattann verði að sækja fyrir hann í fyrsta sinn frá 2006 þegar hann beið seinast lægri hlut. Kannanir sýna mjög svipaðan stuðning við Fidesz og kosningabandalag minnihlutans.