Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Rannsaka ástæður þess að leikmunabyssan var hlaðin

epa09538190 (FILE) - US actor Alec Baldwin watches as Rafael Nadal of Spain plays Juan Martin del Potro of Argentina during their semi-final match on the twelfth day of the US Open Tennis Championships the USTA National Tennis Center in Flushing Meadows, New York, USA, 07 September 2018 (reissued 22 October 2021). According to law enforcement officials in the US state of New Mexico, one person has died and another was wounded after a prop firearm discharged on the set of the film 'Rust'. The incident took place at Bonanza Creek Ranch in New Mexico. US actor Alec Baldwin plays the namesake role in the film, and was reporteldy handling the weapon when it discharged.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA - RÚV

Rannsaka ástæður þess að leikmunabyssan var hlaðin

23.10.2021 - 18:33

Höfundar

Lögregla einbeitir sér nú að þætti vopnasérfræðings og aðstoðarleikstjóra kvikmyndarinnar Rust. Ástæður þess að leikmunabyssa reyndist hlaðin eru sérstaklega til rannsóknar.

Sá síðarnefndi, Dave Halls, afhenti leikaranum Alec Baldwin leikmunabyssu og fullvissaði hann um að hún væri óhlaðið, hún væri köld sem merkir nákvæmlega það.

Skot hljóp úr byssunni sem varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana og særði leikstjórann Joel Souza þar sem þau stóðu og undirbjuggu töku.

Lögregla rannsakar nú hvernig það mátti gerast að byssan var hlaðin. Komið hefur á daginn að ein kúla var í henni þrátt fyrir orð Halls um annað en réttarskjöl í málinu sýna að honum var ókunnugt um það. 

Strangar öryggisreglur í gildi

Enn hefur enginn verið ákærður vegna málsins en Baldwin er sagður hafa verið afar samvinnufús þrátt fyrir að vera niðurbrotinn vegna atviksins. Lög­reglan hefur lagt hald á ýmsa muni af tökustað, þess á meðal skot­hylki og önnur vopn.

Fólki í kvikmyndaheiminum er afar brugðið en atburðurinn hefur kveikt spurningar um hvernig í ósköpunum hlaðin byssa rataði á tökustað. Mjög strangar öryggisreglur gilda um meðhöndlun skotvopna við kvikmyndagerð.

Þar segir að enginn megi hlaða skotvopn nema leikmunavörður, vopnasérfræðingur eða reynt starfsfólk eftir leiðbeiningum þeirra. Áður en leikmunabyssa er notuð þarf að tryggja að kúlur leynist ekki henni, til dæmis með því að hleypa af skoti fjarri tökustað. 

Eins beri leikmunaverði að sjá til þess að aðskotahlutir leynist ekki í skothólki eða hlaupi byssunnar. Hannah Gutierrez-Reed er vopnasérfræðingur við gerð vestrans Rust.

Baldwin rétti henni byssuna strax eftir að skotið hjóp af, hún fjarlægði notaða skothylkið og afhenti lögreglumönnum hvort tveggja þegar þeir komu á vettvang.

AFP-fréttastofan greinir frá því að hvorki hafi náðst í Gutierrez-Reed né Halls þótt eftir því hafi verið leitað. 

Bágar vinnuaðstæður á tökustað

Fréttir hafa borist af bágum vinnuaðstæðum á tökustað. Í Los Angeles Times er greint frá því að minnst sex starfsmenn hafi yfirgefið svæðið í mótmælaskyni vegna þess. Eins er fullyrt að minnst þrisvar hafi skot óvænt hlaupið úr leikmunabyssum á tökustað. 

Framleiðendur myndarinnar kveðast ekki vita af umkvörtunum en að áfram verið unnið af kostgæfni með yfirvöldum í Santa Fe. 

Í símtali til neyðarlínu þar sem atvikið var tilkynnt og að tvær manneskjur væru særðar skotsári má greina áfallið og reiðina á tökustað. „Þessi ódámur... hann á að skoða byssurnar, hann ber ábyrgð á því sem gerist á settinu.“

Útlagi á flótta 

Baldwin er aðstoðarframleiðandi vestrans Rust sem tekinn er upp í norðurhluta Nýju Mexíkó á Bonanza Creek búgarðinum. Þar hefur mikill fjöldi kvikmynda verið tekinn undanfarin ár. 

Alec Baldwin leikur titilhlutverkið, Harland Rust, 19. aldar útlaga á flótta með barnabarni sínu sem sakað er um morð í kjölfar voðskots. Upptökum á myndinni hefur verið frestað. 

Tengdar fréttir

Erlent

„Farið á svig við allar reglur“

Erlent

Baldwin hélt sig handleika óhlaðna byssu

Norður Ameríka

Alec Baldwin segist harmi lostinn

Kvikmyndir

Baldwin varð tökumanni að bana og særði leikstjóra