Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Ræða bóluefnisgjöf fyrir börn 5 til 11 ára á þriðjudag

epa08907640 A healthcare worker displays a vial of the Pfizer/BioNtech COVID-19 vaccine during first vaccination at the Umberto I Hospital in Rome, Italy, 28 December 2020.  EPA-EFE/ANGELO CARCONI
 Mynd: EPA-EFE - Ansa
Ráðgjafarnefnd á vegum matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna hyggst á þriðjudag ræða hvort óhætt sé að samþykkja að gefa bandarískum börnum bóluefni Pfizer.

Klínísk rannsókn á vegum fyrirtækisins sjálfs sýnir að virkni bóluefnis þess gegn kórónuveirunni er 90% fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Snemma í október fór það fram á að gefið verði út bráðabirgðaleyfi fyrir því að efnið verði gefið börnum á þeim aldri.

Delta-afbrigði veirunnar hafi valdið fjölda smita hjá börnum og því líti fyrirtækið svo á að skylda þess sé að vernda þau fyrir veirunni. 

Markaðsleyfi var veitt í Evrópu fyrir efnið til handa börnum á aldrinum 12-15 ára í lok maí síðastliðins, fimm mánuðum eftir að það var samþykkt fyrir fullorðna. 

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu metur nú hvort gefa skuli börnum fimm til ellefu ára bóluefnið. Endanleg ákvörðun um það liggur hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Ef nefndin leggur blessun sína yfir að börnin verði bólusett gæti heimild til þess fengist eftir um tvo mánuði. 

Landlæknisembættið hér á landi mælti í ágúst með bólusetningu fyrir þann aldurshóp og nú hafa um 70% þeirra verið bólusett.