Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Milt veður á fyrsta vetrardegi

23.10.2021 - 08:26
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Aðgerðalítið og milt veður er í veðurkortunum á fyrsta vetrardegi, hæg suðlæg átt og dálítil væta á víð og dreif, en rofar til á Norður- og Austurlandi síðdegis.

Spáin fyrir daginn gerir annars ráð fyrir suðlægri átt, 3 til 10 metrum á sekúndu og dálítilli vætu á köflum, suðaustan 8 til 13 og rigningu við austurströndina í fyrstu. Birtir til norðan- og austanlands eftir hádegi, en úrkomumeira um tíma vestantil.

Í veðurspistli dagsins kemur fram að á morgun verði austlægari vindar og áfram rigning víða um land, en þurrt á Norðurlandi fram eftir degi. Gengur í allhvassa eða hvassa norðaustanátt á Vestfjörðum annað kvöld. Norðlægari vindar á mánudag, dálítil él fyrir norðan og súld eða rigning öðru hvoru
syðra, en kólnar heldur.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV