Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Sjáðu mörkin fjögur úr leiknum gegn Tékklandi

Mynd: RÚV / RÚV

Sjáðu mörkin fjögur úr leiknum gegn Tékklandi

22.10.2021 - 21:49
Ísland vann góðan 4-0 sigur á Tékklandi á Laugardalsvelli í dag og er komið með sín fyrstu stig í undankeppni HM 2023. Mörkin fjögur má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Fyrsta markið kom strax á 12. mínútu en þá var það Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem laumaði boltanum í markið sem var þó á endanum skráð sem sjálfsmark á markvörð Tékka. Staðan var 1-0 í hálfleik og á 59. mínútu skoraði Dagný Brynjarsdóttir gott skallamark eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu Albertsdóttur. 

Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og var aðeins sex mínútur að skora mark eftir að boltinn barst til hennar inni í teig frá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Gunnhildur Yrsa var svo sjálf á ferðinni tveimur mínútum seinna þegar góð fyrirgjöf Guðnýjar Árnadóttur endaði hjá henni. Lokatölur 4-0.