Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Enginn vildi treyju fyrirliðans

epa09537345 AS Roma players greet supporters after the UEFA Europa Conference League soccer match between FK Bodo/Glimt and AS Roma at Aspmyra Stadium in Bodo, Norway, 21 October 2021.  EPA-EFE/Mats Torbergsen  NORWAY OUT
 Mynd: EPA-EFE - NTB

Enginn vildi treyju fyrirliðans

22.10.2021 - 10:19
Afar óvænt úrslit urðu í Sambandsdeildinni í gær þegar norska liðið Bodø/Glimt burstaði Roma 6-1. Um 400 hundruð stuðningsmenn Roma ferðuðust til Noregs til að horfa á leikinn og voru vægast sagt ósáttir með liðið.

Jose Mourinho, þjálfari Roma, gerði margar breytingar á liði sínu fyrir leikinn og margir lykilleikmenn voru hvíldir. Norska liðið byrjaði betur og var komið tveimur mörkum yfir eftir 20 mínútur en staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Bodø/Glimt. 

Mourinho var augljóslega afar svekktur að vera undir og gerði þrjár skiptingar í hálfleik. Leikur Roma hrundi hins vegar í seinni hálfleik þar sem heimamenn skoruðu fjögur mörk gegn engu marki Roma. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodø/Glimt og lagði upp þriðja mark liðsins. En lokatölur í gær urðu 6-1. 

Eftir leik sendi Mourinho leikmönnum sínum væna pillu og sagðist hafa 13 góða leikmenn í herbúðum liðsins. Aðrir leikmenn væru slakir og nú myndu stuðningsmenn hætta að velta fyrir sér af hverju hann stillir alltaf upp sama byrjunarliðinu.

Leikmenn Roma báðu stuðningsmenn sína afsökunar en fengu óblíðar viðtökur frá þeim. Lorenzo Pellegrini, fyrirliði Romar, bauð stuðningsmönnum treyjuna sína en enginn áhorfandi bauðst til að taka við henni.