Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tugir féllu í árásum í Sýrlandi

20.10.2021 - 10:50
epa09533624 A handout photo made available by SANA (Syrian Arab News Agency) shows a damaged bus after explosions in Damascus, Syria, 20 October 2021. Two roadside bombs exploded near a bus carrying troops in early morning of 20 October. At least 14 people were killed and three others wounded, according to a state TV reported.  EPA-EFE/Syrian Arab News Agency HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - Sana
Að minnsta kosti 27 létust í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. Í þeirri fyrri sprungu tvær sprengjur skammt frá fólksflutningabíl sýrlenska hersins í höfuðborginni Damaskus. Fjórtán féllu. Þetta er mannskæðasta árásin í Damaskus frá árinu 2018.

Þá létust þrettán í sprengjuárás stjórnarhersins í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar var flugskeytum skotið á svæði þar sem fjölmennt var í morgunsárið, þar á meðal börn á leið í skóla. Þrjú börn eru meðal fallinna. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV