Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Rússar verða sendir í frí vegna COVID-19

20.10.2021 - 14:06
epa08901019 Russian President Vladimir Putin holds a joint meeting of the country's State Council and the Council for Strategic Development and National Projects, via teleconference call, at the Novo-Ogaryovo state residence outside Moscow, Russia, 23 December 2020. Putin on 23 December 2020 said he was not expecting much change in the US-Russian relations with Biden as US president.  EPA-EFE/MICHAIL KLIMENTYEV/SPUTNIK/KREMLIN POOL / POOL MANDATORY CREDIT
 Mynd: EPA-EFE - Sputnik
Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði í dag að landsmenn taki sér frí frá vinnu dagana 30. október til 7. nóvember. Þetta er gert til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Fyrirmælin gaf forsetinn í beinni sjónvarpsútsendingu á fundi með embættismönnum. Hann hvatti Rússa jafnframt til að sýna ábyrgð og láta bólusetja sig gegn veirunni.

Bólusetningarátak stjórnvalda hefur ekki gengið sem skyldi. Einungis 35 prósent landsmanna hafa verið bólusett að fullu. Pútín sagðist furða sig á því hve fáir hefðu látið bólusetja sig, meira að segja sumir nánir vinir. 

Stjórnvöldum í einstökum héruðum í Rússlandi verður heimilt að fyrirskipa fríið fyrr eða láta það standa lengur en til 7. nóvember ef heilbrigðisástandið þar er sérstaklega slæmt vegna veirunnar.