Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Dr. Gunni - Nei, ókei

Mynd: Dr. Gunni / Nei, Ok.

Dr. Gunni - Nei, ókei

20.10.2021 - 17:00

Höfundar

Nei, ókei er 12 laga LP-plata með hljómsveitinni Dr. Gunni. Hún er sú fyrsta síðan Í sjoppu kom út 2015, og Stóri hvellur 2003. Nei, ókei - kemur út á streymisveitum og í takmörkuðu magni á vínyl.

Dr. Gunni er gömul bransarotta og kom fyrst fram í árdaga pönksins í Kópavogsbíói með sinni fyrstu sveit Dordinglum sem hituðu upp fyrir Fræbbbla og Utangarðsmenn. Næsta trix Gunna var pönksveitin F/8, síðan var það nýbylgjusveitin Geðfró þar sem Sigga Beinteins rokkaði sín fyrstu spor.

Næsta skref var hljómsveitin Svart hvítur draumur, eða S.H. Draumur sem starfaði til 1988 og kom m.a. út plötunni GOÐ sem er orðin tæplega fertug og þykir virkilega vel heppnuð rokkplata. Síðan lá leiðin í Bless, sólóferil og loks hljómsveitina Unun á árinu 1993 sem átti nokkur vinsæl lög.

Árið 1997 gerði Gunni barnaplötuna Abbababb! sem sló í gegn hjá börnum á öllum aldri og í kjölfarið alls konar stúss í sjónvarpi, bókaútgáfu og fleiru. Platan Stóri hvellur með Dr. Gunna (og hljómsveit) kom 2002 og Inniheldur (2008). Árið 2013 kom önnur barnaplatan, Alheimurinn!, en þar var lagið Glaðasti hundur í heimi með Frikka Dór sem sló í gegn sumarið 2013.

Eins og áður sagði kom Í sjoppu síðan 2015 með Dr. Gunna og hljómsveit en hana skipa í dag eins og síðastliðin tæp 20 ár; Guðmundur Birgir Halldórsson, Grímur Atlason og Kristján Freyr Halldórsson.

Plata hljómsveitar Dr. Gunna - Nei, ókei er plata vikunnar á Rás 2 og er aðgengileg í heild sinni í spilara ásamt kynningum Gunnars Lárusar Hjálmarssonar.