Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bjart og kalt haustveður í dag

20.10.2021 - 06:49
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Veðurstofan spáir bjartviðri víðast hvar á landinu. Dálítil él gætu fallið norðaustantil á landinu. Hiti verður um eða undir frostmarki víðast hvar.

Spáð er norðlægri átt 10-18 metrum á sekúndu, en hægari á vestanverðu landinu. Bjart að mestu sunnan- og vestamtil, en dálítil él norðaustanlands. Hiti um og yfir frostmarki. Vestlæg átt 5-13 í kvöld og þykknar upp vestanlands, en styttir upp eystra.

Norðlæg eða breytileg átt 5-10 á morgun og dálitlar skúrir eða slydduél. Rofar til um landið sunnan og vestanvert eftir hádegi og gengur í norðvestan 8-15 austast. Hiti 0 til 6 stig, en kólnar síðdegis.

Um helgina er svo spáð suðlægum áttum og rigningu víða um landið.

Á föstudag:
Vaxandi suðaustanátt, 10-18 og rigning sunnan og vestanlands síðdegis. Hiti 2 til 7 stig. Hægari vindur og þurrt norðaustantil á landinu með hita um og undir frostmarki.

Á laugardag (fyrsti vetrardagur):
Suðaustan 10-18, en lægir með morgninum. Væta með köflum og hiti 3 til 9 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Breytileg átt og rigning af og til. Hiti 2 til 8 stig.

bjarnir's picture
Bjarni Rúnarsson
Fréttastofa RÚV