Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,2 prósent á milli mánaða í september. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 3,8 prósent, um 9,5 prósent síðustu sex mánuði og um 16,6 prósent síðastliðna tólf mánuði. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Þjóðskrár.