Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Vísitala íbúðaverðs hækkað um 16,6 prósent á einu ári

19.10.2021 - 23:15
Mynd með færslu
 Mynd: Sunna Valgerðardóttir - RÚV
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,2 prósent á milli mánaða í september. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 3,8 prósent, um 9,5 prósent síðustu sex mánuði og um 16,6 prósent síðastliðna tólf mánuði. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Þjóðskrár.

Vísitalan sýnir breytingar á meðaltali fermetraverðs. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis og niðurstaðan er síðan vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðimæti á markaði.

Vísitala íbúðaverðs sérbýla hefur hækkað um rúmlega tuttugu prósent á einu ári. Þá hækkaði vísitala íbúðaverðs fjölbýla um tæplega fimmtán prósent.