Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Samkomulag við Breta eykur líkur námsmanna á styrkjum

epa08654354 Travellers wear mask as they enter an underground train station along the busy shopping area of Oxford Street in London, Britain, 08 September 2020. A rise in coronavirus cases is causing covert about a potential second wave in Britain. The UK is now seeing four times as many cases on average as it was in mid July according to media reports. British Health Secretary Matt Hancock has urged young people to stick to physical distancing rules, due to the the rise in the number of coronavirus cases.  EPA-EFE/NEIL HALL
 Mynd: EPA
Samkomulag sem utanríkisráðherra gerði við bresk stjórnvöld í sumar eykur möguleika íslenskra námsmanna á að fá styrki til náms þar í landi. Íslenskir háskólanemar í Bretlandi segja stöðu sína þunga vegna hárra skólagjalda.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Amanda Solloway, ráðherra vísinda, rannsókna og nýsköpunar í bresku ríkisstjórninni undirrituðu þann 12. júlí síðastliðinn samkomulag um samstarf Íslands og Bretlands á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar. 

Íslenskir námsmenn í Bretlandi greindu frá því fyrir skemmstu að skólagjöld væru orðin það há að lán frá Menntasjóði námsmanna dugi ekki fyrir kostnaði.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu þurfa íslenskir nemendur í flestum tilfellum greiða skólagjöld samkvæmt gjaldskrá fyrir erlenda nemendur en sú var einnig raunin fyrir útgöngu Bretlands úr ESB. 

Megin breytingin með útgöngunni, hvað varðar útgjöld íslenskra námsmanna, er sú að nemendur þurfa núna að sækja um vegabréfsáritun og greiða sérstakt gjald vegna heilbrigðisþjónustu.

Með samkomulaginu við bresk stjórnvöld aukist aftur á móti möguleikar til styrkja til náms í Bretlandi fyrir íslenska nemendur. Áætlað er að slíkir styrkir verði í boði frá og með skólaárinu 2022-23.

Undir lok júlí samdi utanríkisráðuneytið einnig við bresk stjórnvöld um gagnkvæma vinnudvöl ungs fólks á aldrinum 18 til 30 ára. Gert er ráð fyrir að samkomulagið öðlist gildi við upphaf árs 2022 að undangengnum nauðsynlegum lagabreytingum.

Samkomulagið um vinnudvöl ungs fólks er þó ekki ætlað námsmönnum heldur þeim sem vilja vinna í Bretland og þeim sem vilja til dæmis dvelja hjá fjölskyldum sem au pair.