Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Segja manninn ekki hafa banað fólkinu með boga og örvum

18.10.2021 - 17:12
Police at the scene after an attack in Kongsberg, Norway, Wednesday, Oct. 13, 2021. Several people have been killed and others injured by a man armed with a bow and arrow in a town west of the Norwegian capital, Oslo. (Hakon Mosvold Larsen/NTB Scanpix via AP)
 Mynd: AP
Maðurinn sem varð fimm manns að bana í bænum Kóngsbergi í Noregi í síðustu viku banaði fólkinu með eggvopni en ekki boga og örvum, eins og áður var talið.

Lögreglan greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum í dag. Áður hafði verið frá því greint að hann hefði verið með tvö vopn á sér auk bogans og örvanna, en ekkert minnst á eggvopn.

Per Thomas Omholt lögregluvarðstjóri sagði á fundinum að líkast til hefði maðurinn losað sig við bogann eða týnt honum þegar morðæði rann á hann.

Enn er verið að yfirheyra vitni. Búið er að ræða við 140 manns og yfirheyra 60 formlega. Morðinginn er í gæsluvarðhaldi á heilbrigðisstofnun þar sem hann sætir geðrannsókn að kröfu ákæruvaldsins.