Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Ræninginn handtekinn í Kópavogi

18.10.2021 - 17:46
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa rænt apótek vopnaður dúkahníf í Vallakór í Kópavogi í dag. Maðurinn var handtekinn á fimmta tímanum en hans hafði verið leitað í nokkra klukkutíma.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kom maðurinn inn í apótekið um hálf eitt leytið í dag, ógnaði starfsfólki með dúkahníf og hafði síðan á brott með sér lyf. Þegar lögregla kom á vettvang var hann á bak og burt og var því lýst eftir honum.

Þóra Jónsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að meintur ræningi hafi verið handtekinn í annarlegu ástandi. Hann verður yfirheyrður á morgun.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV