Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Færeyingum býðst þriðja og jafnvel fjórða sprautan

epa09106549 (FILE) A vial of the Oxford-AstraZeneca COVID-19 vaccine during a vaccination campaign in Riga, Latvia, 11 February 2021 (reissued 30 March 2021). The German city-state of Berlin is suspending the use of the AstraZeneca coronavirus vaccine for people under the age of 60 after reports of blood clot cases, Health Senator Dilek Kalayci said 30 March 2021.  EPA-EFE/TOMS KALNINS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Landlæknir Færeyja hvetur landsmenn til að þiggja þriðju bólusetninguna gegn COVID-19 en hann útilokar ekki frekari bólusetningar gegn veirunni í framtíðinni.

Færeyingar í hættu að veikjast alvarlega af COVID-19 og íbúar hjúkrunarheimila hafa þegar fengið boð um að fá þriðju bólusetningarsprautuna. Líklegt er að landsmönnum öllum verði boðin hún innan tíðar. 

Færeyska ríkisútvarpið hefur eftir Lars Fodgaard Møller landlækni að bólusetningaráð landsins fundi á morgun um framhald bólusetninga.

Um það bil 70 af hundraði Færeyinga hafa þegar fengið aðra sprautu og landlæknir kveðst bjartsýnn á að almenningur þiggi þá þriðju. Hann telur þó ekki útilokað að bæta þurfi við fleiri bólusetningum eftir því sem frá líður. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV