Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ástralía mögulega opnuð fyrir umferð að utan fyrir jól

epa09528095 COVID-19 QR check in code and safety signs are placed at the entrance of outdoor dining areas of pubs and cafes at The Rocks, Sydney, New South Wales, Australia, 17 October 2021. New South Wales has reached its target of 80 percent full vaccination for people aged over 16, clearing the way for a further easing of restrictions.  EPA-EFE/BIANCA DE MARCHI AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Ástralía verður opnuð fyrir heimsóknum erlendra ferðalanga sem fullbólusettir eru gegn COVID-19 áður en langt um líður. Viðskiptaráðherra landsins tilkynnti þetta í morgun og sagðist vonast til þess að hægt yrði að opna fyrir umferð alþjóðlegra ferðalanga til landsins fyrir jól.

Ástralía hefur verið lokuð fyrir nánast allri umferð fólks frá öðrum löndum frá því snemma á síðasta ári. Gilti það lengst af jafnt um erlenda ferðamenn sem ástralska ríkisborgara erlendis, en þeim síðarnefndu var nýverið heimilað að snúa aftur til Ástralíu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Daniel Andrews, ríkisstjóri Viktoríuríkis, tilkynnti í gær að flestum lokunum og takmörkunum yrði aflétt í Melbourne, höfuðborg ríkisins, í lok þessarar viku. Ástæðan fyrir boðaðri opnun Melbourne og mögulegri opnun Ástralíu er ein og hin sama; hækkandi hlutfall fullbólusetts fólks í landinu. Andrews sagði í gær að reiknað væri með því að hlutfall þeirra næði 70 prósentum í þessari viku.