Stjórnvöld í Venesúela lýstu því yfir í gærkvöld að hlé yrði gert á viðræðum við stjórnarandstöðuna, sem staðið hafa yfir í Mexíkó um skeið. Yfirlýsingin var birt skömmu eftir að fregnir bárust af framsali kólumbíska kaupsýslumannsins Alex Saab frá Grænhöfðaeyjum til Bandaríkjanna. Þar er hann sakaður um að hafa stundað peningaþvætti fyrir Nicolas Maduro Venesúelaforseta og ríkisstjórn hans um árabil.