Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Venesúelastjórn hættir viðræðum við stjórnarandstöðuna

epa08324861 (FILE) - Venezuelan President Nicolas Maduro speaks during a press conference in Caracas, Venezuela, 12 March 2020 (reisuued 26 March 2020). US Attenorney General Barr on 26 March 2020 announced the US had charged president Maduro and other Venezuelan officials with crimes related to drug-trafficking.  EPA-EFE/Miguel Gutierrez
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Stjórnvöld í Venesúela lýstu því yfir í gærkvöld að hlé yrði gert á viðræðum við stjórnarandstöðuna, sem staðið hafa yfir í Mexíkó um skeið. Yfirlýsingin var birt skömmu eftir að fregnir bárust af framsali kólumbíska kaupsýslumannsins Alex Saab frá Grænhöfðaeyjum til Bandaríkjanna. Þar er hann sakaður um að hafa stundað peningaþvætti fyrir Nicolas Maduro Venesúelaforseta og ríkisstjórn hans um árabil.

Jorge Rodriguez, sem hefur farið fyrir samninganefnd Venesúelastjórnar í viðræðunum í Mexíkó, tilkynnti í gær að nefndin myndi ekki fljúga til Mexíkóborgar í dag, sunnudag, til að hefja nýa lotu viðræðna eins og til stóð. Hann sagði þó ekki að stjórnin ætlaði að slíta viðræðunum endanlega.

Í tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu segir að gert sé ráð fyrir að Saab verði leiddur fyrir rétt í Flórída mánudaginn 18. október. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV