Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kompás-fólk tekur flugið með Play

15.10.2021 - 10:28
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Birgir Olgeirsson, varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, hefur verið ráðinn til flugfélagsins Play. Birgir er annar starfsmaður fréttastofu Stöðvar 2 til að ráða sig til flugfélagsins á skömmum tíma því í sumar var Nadine Guðrún Yaghi ráðin samskiptastjóri fyrirtækisins.

Greint er frá ráðningu Birgis á visir.is. Þar kemur fram að hann láti af störfum um mánaðamótin.  Birgir og Nadine unnu saman í fréttaskýringaþættinum Kompás og fjölluðu meðal annars ítarlega um morðið í Rauðagerði. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV