Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Tæplega 375 þúsund búsettir á Íslandi

14.10.2021 - 18:18
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Alls voru 374.704 búsettir á Íslandi um síðustu mánaðamót og hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund manns frá 1. desember í fyrra.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá.

Erlendum ríkisborgurum á Íslandi fjölgar lítillega og eru þeir nú 53.973 eða 14,4% íbúa landsins. Alls eru ríkisborgarar 160 ríkja búsettir hér á landi.

Pólskum ríkisborgurum er farið að fjölga á ný, en þeim fækkaði lítillega framan af faraldri. Þeir eru fjölmennasti hópur útlendinga á Íslandi, alls 21.018.

Bandarískum ríkisborgurum á Íslandi hefur fjölgað hlutfallslega mikið frá 1. desember í fyrra. Þeir eru nú 994 og hefur fjölgað um 16,1% á tíu mánuðum.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV