Hvernig stendur fjarnám í HÍ?

Mynd: Bjarni Rúnarsson / RÚV

Hvernig stendur fjarnám í HÍ?

14.10.2021 - 08:41

Höfundar

Háskóli Íslands hefur verið gagnrýndur undanfarið fyrir lítið framboð á fjarnámi. Þeirri spurningu hefur verið kastað fram hvort Háskólinn sé eingöngu háskóli höfuðborgarbúa og bent er á að takmörkun fjarnáms sé ekki í takt við tímann.

Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor Háskóla Íslands, kom í Morgunútvarp Rásar 2 til að ræða þessa gagnrýni á skólann, sem fjallað var um í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. 

Steinunn segist taka athugasemdunum fagnandi og tekur undir að byggja þurfi upp markvisst fjarnám við skólann til að takast á við þarfir samfélagsins. Hún bendir á að nú þegar sé boðið upp á viðamikið fjarnám við Háskóla Íslands, en það sé þó breytilegt eftir brautum og fræðasviðum. 

Steinunn segir að til standi að innleiða nýja áætlun við að byggja upp fjarnám við skólann auk þess sem upplýsingatæknivæðing náms hafi aukist á undanförnum árum.

Hlusta má á viðtalið við Steinunni í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Hulda Geirsdóttir - RÚV

Tengdar fréttir

Menntamál

Vantar heildarstefnu um fjarnám frá stjórnvöldum