Hefja aftur rannsókn á uppruna COVID-19

epa08525407 World Health Organization (WHO) Director-General Tedros Adhanom Ghebreyesus attends a press conference organized by the Geneva Association of United Nations Correspondents (ACANU) amid the COVID-19 pandemic, caused by the novel coronavirus, at the WHO headquarters in Geneva, Switzerland, 03 July 2020.  EPA-EFE/FABRICE COFFRINI
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætlar að hefja aftur rannsókn á uppruna COVID-19 og hefur skipað til þess hóp tuttugu og sex sérfræðinga. Michael Ryan, yfirmaður neyðardeildar stofnunarinnar, segir að sérfræðingar séu að falla á tíma til að finna upptök faraldursins. Einu og hálfu ári eftir að hann tók sig upp í Wuhanborg í Kína er enn óljóst hver kveikjan að því var.

Stofnunin hefur tvisvar sent sérfræðingahópa til Kína og fengið misgóðar móttökur kínverskra yfirvalda. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, hefur sagt að rannsóknin hafi strandað á skorti á gögnum og gagnsæi í Kína.

Hann segir brýnt að rekja uppruna farsóttarinnar til þess að koma í veg fyrir að faraldur sem þessi geti tekið sig upp aftur. Líklega þurfi að senda sérfræðinga til að rannsaka útbreiðslu faraldursins víðar í heiminum. Stefnt er að því að rannsaka sérstaklega hvort sjúkdómurinn geti hafa borist úr dýrum í menn.