Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Geymsluþol bóluefnis Pfizer eykst um þrjá mánuði

14.10.2021 - 10:31
epa08951830 The Pfizer-BioNTech vaccine at a vaccination centre in Salisbury Cathedral in Salisbury, Britain, 20 January 2021. More than four million people in the UK have received their first dose of a Covid-19 vaccine, according to government figures. People in their 70s and the clinically extremely vulnerable in England are now among those being offered the vaccine.  EPA-EFE/NEIL HALL
Bóluefni Pfizer og BioNTech. Mynd: EPA-EFE - EPA
Bóluefni Pfizer geymist þremur mánuðum lengur í geymslu við kjöraðstæður en upphaflega var gefið út.

Markaðsleyfishafi bóluefnisins, í samráði við Lyfjastofnun Evrópu, hefur sent bréf til heilbrigðisstarfsmanna innan evrópska efnahagssvæðisins þar sem þetta er upplýst.

Á vef Lyfjastofnunar kemur fram að með uppfærðu geymsluþoli fyrir frosin hettuglös, geymist bóluefnið nú í níu mánuði við sextíu til níutíu gráðu frost. Samkvæmt upphaflegu markaðsleyfi var geymsluþolið sex mánuðir.