Fyrsti kvennaleikurinn í sundknattleik á Íslandi

Mynd með færslu
 Mynd: Glenn Moyle - Ljósmynd

Fyrsti kvennaleikurinn í sundknattleik á Íslandi

14.10.2021 - 11:04
Tvö kvennalið áttust við í sundknattleik í fyrsta sinn á Íslandi í gærkvöld. Þá lék Ármann á móti SH, Sundfélagi Hafnarfjarðar í Laugardalslaug.

Leiknum lauk 13-3 fyrir Ármann. Skammt er síðan konur byrjuðu að stunda sundknattleik á Íslandi. Ein helsta vítamínssprautan er Ný-Sjálendingurinn Glenn Moyle sem búsettur er hér á landi.

Í fréttatilkynningu um leikinn í gærkvöld sem Moyle sendi frá sér segir að um söguleg tíðindi hafi verið um að ræða. Það sé vel af sér vikið að hafa náð heilum leik í fullri lengd milli tveggja kvennaliða eftir svo stuttan tíma sem íþróttin hafi verið iðkuð hér á landi.