Fréttir: Mannskæðasta árásin í Noregi frá árás Breivik

14.10.2021 - 19:08
Umfangsmikil rannsókn er hafin á ódæðinu í Kóngsbergi í Noregi í gær. 37 ára gamall karlmaður, vopnaður boga og örvum, myrti fimm og særði þrjú. Árásin er sú mannskæðasta frá hryðjuverkunum í Útey. Ný ríkisstjórn tók við völdum í dag í skugga voðaverkanna. Íslendingur í Kóngsbergi segir fólk í bænum slegið.

Upptök eldsvoðans í Hafnarfirði, þar sem kona lést í nótt, eru enn óljós að sögn yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðin var full af reyk og mikill hiti. 

Arctic Circle, hringborð Norðurslóða, var sett formlega í Hörpu í dag. Þetta er fyrsta stóra alþjóðlega samkoman í Evrópu síðan heimsfaraldurinn hófst. Fréttastofa ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrveranda forseti Íslands og forsvarsmann Hringborðsins.

Enn hefur ekki verið samið um hundrað ný tímabundin hjúkrunarrými sem taka átti í notkun í ár til að létta á Landspítalanum. Þeir sem hafa boðið húsnæði bíða enn svars.

Íþróttaálfurinn, Solla stirða og Glanni glæpur gætu innan nokkurra ára tekið á móti gestum og gangandi í heimabæ sínum, Latabæ, gangi fyrirætlanir um Latabæjarsafn og skemmtigarð í Borgarnesi eftir. 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV