Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Biden Bandaríkjaforseti fær áheyrn páfa

epa09521467 Pope Francis leads the weekly general audience in Paolo VI Hall, Vatican City, 13 October 2021.  EPA-EFE/Giuseppe Lami
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill kona hans fá áheyrn Frans páfa í Páfagarði 29. október næstkomandi.

Biden er annar Bandaríkjaforsetinn sem játar kaþólska trú, John. F. Kennedy sem var forseti 1961 til 1963, var sá fyrsti. Biden sækir messu minnsta kosti einu sinni í viku og vitnar oft í ritninguna.

Frans páfi fagnaði kjöri Bidens hlýlega og kvaðst vonast til að nýkjörinn forseti hefði frelsi og jafnrétti að leiðarljósi. Jafnframt óskaði hann Biden velgengni við að koma á sáttum og friði innan Bandaríkjanna. 

Í tilkynningu Hvíta hússins segir að ætlunin sé að ræða samfélag að loknum kórónuveirufaraldri, loftslagsmál og málefni fátæks fólks. Páfinn og forsetinn hittast í aðdraganda ráðstefnu G20 ríkjanna í Róm sem stendur 30. og 31. október.

Þaðan heldur Biden til Glasgow í Skotlandi til að taka þátt í COP26 loftslagsráðstefnunni.