Arnaldur hvílir sig á glæpasögunni í ár

epa05762855 Icelandic writer Arnaldur Indridason poses during the presentation of his latest novel 'Betty' in Barcelona, northeastern Spain, 31 January 2017. Indridason is best known for his books featuring the Detective Erlendur.  EPA/QUIQUE GARCIA
 Mynd: EPA

Arnaldur hvílir sig á glæpasögunni í ár

14.10.2021 - 09:34

Höfundar

Það kemur engin glæpasaga frá Arnaldi Indriðasyni í ár. Hann rær á ný mið fyrir jólin og gefur út sögulega skáldsögu.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu. Skáldsagan heitir Sigurverkið og gerist á sunn­an­verðum Vest­fjörðum og í Kaup­manna­höfn á 18. öld. Í bókinni er sagt frá ís­lensk­um úr­smið sem sit­ur í höll Dana­kon­ungs og ger­ir upp forna glæsi­klukku.

„Kvöld eitt rekst sjálf­ur ein­vald­ur­inn, Kristján sjö­undi, inn til hans; að nafn­inu til enn höfuð rík­is­ins en þykir ekki með öll­um mjalla og hef­ur verið ýtt til hliðar af syni sín­um og hirð. Þeir taka tal sam­an og svo fer að úr­smiður­inn rek­ur fyr­ir há­tign­inni dap­ur­lega sögu föður síns og fóstru sem tek­in voru af lífi að skip­an fyrri kon­ungs, föður Kristjáns,“ seg­ir í kynn­ingu.

Arnaldur hefur gefið út 24 glæpasögur á jafn mörgum árum og eru þetta því nokkur tímamót á ritferli hans. Í viðtali á mbl.is segir hann efni bókarinnar hafa komið til hans skyndilega og hann hafi lokið við skrifin á aðeins hálfu ári. Hann telur þetta þó ekki vera stórt hliðarskref ef allt á er litið. „Ég tel mig raun­ar alltaf hafa verið að skrifa sög­ur af þessu tagi, þótt form og sögu­svið sé ólíkt í þessu til­viki. Sög­ur um lít­il­magn­ann og varn­ar­leysi hans.“

Arnaldur vill lítið gefa upp um það hvort von sé á fleiri sögulegum skáldsögum frá honum í framtíðinni. Konráð, hinn brogaði fyrrverandi lögreglumaður, snýr þó aftur þar næstu jól, segir hann.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Arnaldur fellur af toppi sölulistans

Bókmenntir

Mjög fínn Arnaldur