41 smit í gær – þrír landshlutar nær alveg COVID-lausir

14.10.2021 - 14:25
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
41 kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Af þeim sem greindust voru tuttugu og fjórir utan sóttkvíar við greiningu. Rúmlega fimmtán hundruð manns eru nú í sóttkví á landinu öllu og 470 í einangrun með virkt smit. Fjórir COVID-sjúklingar liggja á Landspítalanum, einn þeirra á gjörgæslu.

Þrír landshlutar eru alveg eða nær alveg smitlausir. Enginn er í einangrun á Norðurlandi vestra og aðeins einn á Austurlandi og einn á Vestfjörðum. 

Flestir þeirra sem eru í einangrun eru börn, 192 börn á landinu. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV