Þolendur íþróttamanna ráði för segir samskiptaráðgjafi

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú

Þolendur íþróttamanna ráði för segir samskiptaráðgjafi

13.10.2021 - 17:06
Þeir sem saka íþróttafólk um að hafa brotið gegn sér eru hvattir til að leita til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Embættið var sett á stofn í vor. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir gegnir embættinu. Hún segir þá, sem finnist á sér brotið, ráða í hvaða farveg mál þeirra fari. 

Rætt var við Sigurbjörgu í Síðdegisútvarpi Rásar 2.

„Þegar mál koma inn á borð samskiptaráðgjafa er öllum boðið viðtal til þess að kanna mál þeirra betur og fá frekari upplýsingar. Ef um fullorðna einstaklinga er að ræða þá fá þeir að ráða för sjálfir,“ segir Sigurbjörg. 

Sigurbjörg bendir á að þeir sem hafa hlotið dóm fyrir kynferðisbrot eða fíkniefnamál mega samkvæmt íþrótta- og æskulýðslögum ekki í fimm ár frá dómi starfa hjá íþróttafélögum sem eru með barnastarf. Eðlilegt sé að krefjast þess að þeir sem hafi verið kærðir fyrir brot stígi til hliðar en hið sama gildi ekki endilega þegar íþróttafólk hefur verið sakað um að brjóta af sér. 

„Þegar um óformlegri mál er að ræða þá eru línurnar ekki alveg eins skýrar,“ segir Sigurbjörg. 

 

Tengdar fréttir

Fótbolti

Sex landsliðsmenn sakaðir um ofbeldis- og kynferðisbrot