Maðurinn hefur gætt sér á gráðosti og bjór í 2.700 ár

13.10.2021 - 18:31
epa08114232 A view of the Austrian UNESCO world heritage village of Hallstatt, some 300 kilometres southwest of Austrian capital Vienna, Austria, 08 January 2020 (issued 09 January 2020).  In 2012, Hallstatt was replicated in China's southern city of Huizhou in Guangdong province for a residential project. Mass tourism is starting to takes its toll on the residents of the picturesque Austrian alpine village of Hallstatt. Around 3 million tourists, mostly from Asia, visit each year, although most only spend a few hours snapping selfies before moving on. The number of visitors has been steadily increasing over the past decade, with an average annual hike of between 10-30 percent, particularly since a Chinese businessman built a replica of the town in his home country in 2013. The town receives around 25 times more visitors than Venice, the symbol of mass tourism in Europe.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA  ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET
 Mynd: EPA
Osta- og bjórgerð er samofin evrópskri menningu langt aftur í aldir. En nú hafa vísindamenn leitt í ljós að hún nái lengra aftur en talið hefur verið. Menn hafi þegar verið farnir að beita gerjun til að framleiða gráðost og bjór fyrir 2.700 árum.

Vísindamenn á sviði líffræði hafa rannsakað aldagömul saursýni frá ólíkum tímum í saltnámu við bæinn Hallstatt í Austurríki og sýna niðurstöður rannsóknanna fram á þetta.

Sýnin eru elstu heimildir um ostneyslu í Evrópu. Og þótt ríkar og eldri heimildir séu til um áfengisneyslu, eru þetta elstu heimildir um bjór.

Frank Maixner, örverufræðingur við Eurac-rannsóknarstofnunina í Bolzano á Ítalíu, fór fyrir rannsókninni. Hann segir í samtali við AFP-fréttaveituna að það hafi komið honum á óvart að menn hefðu verið svo „þróaðir“ fyrir nærri þrjú þúsund árum að „gerja vísvitandi“.

Bærinn Hallstatt er á heimsminjaskrá Unesco en þar hefur salt verið unnið úr námum í nær þrjú þúsund ár. Saursýnin hafa varðveist svo lengi vegna stöðugs hitastig í námunni og alls saltsins sem ver það.

Korn, ávextir, grænmeti, en líka bjór og ostur

Með hjálp örvera, DNA og próteina sem voru í saursýnunum gátu vísindamenn fengið mynd á mataræði fólksins sem áður bjó á svæðinu. Uppistaðan í fæðunni reyndist hveiti og ýmiss konar korn.  Til viðbótar við þessa trefjaríku fæðu gæddu menn sér á úrvali bauna, ávaxta, hneta og stöku dýraafurðum.

Vísindamennirnir segja að þarmaflóra fólksins minni á þarmaflóru nútímamanna utan Vesturlanda, sem borði aðallega ferska ávexti, grænmeti og óunninn mat.

Það var fyrst þegar vísindamennirnir fóru að skoða sveppi sem áhugaverðustu niðurstöðurnar komu fram. Mikið magn af erfðaefni tveggja sveppa, Penicillium roqueforti og Saccharomyces cerevisiae, kom í ljós en þessa tvo sveppi má finna í osti, bjór og brauði. Benti erfðaefnið til þess að þeir hefðu undirgengist ferli sem gerir þá heppilega til gerjunar.

„Saltverkamennirnir virðast hafa nýtt gerjunaraðferðir með örverum sem enn eru notaðar við matargerð í dag, 2.700 árum síðar,“ segir Kerstin Kowarik, fornleifafræðingur við náttúruminjasafn Vínarborgar í viðtali við CNN um málið.

 

epa09211500 Austrian Chancellor Sebastian Kurz (C-R), Austrian Vice Chancellor Werner Kogler (L) and Minister for Agriculture, Regions and Tourism Elisabeth Koestinger (R) arrive for lunch at the Schweizerhaus beer garden in Vienna's Prater amusement park on the first day after a lockdown in Vienna, Austria, 19 May 2021. Loosening measures slowing down the ongoing pandemic of the COVID-19 disease, which is caused by the SARS-CoV-2 coronavirus, become effective from 19 May onwards. Tourism, leisure and event businesses are allowed to reopen for customers on a 3-G 'geimpft, getestet, genesen', reading 'vaccinated, tested, recovered', requirement. A negative entry test becomes mandatory. For six months after recovery, persons who were infected with SARS-CoV-2 coronavirus and for one year as of day 22 following initial vaccination, vaccinated persons will be exempt from mandatory testing.  EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA
 Mynd: EPA
Enn er drukkinn bjór í Austurríki. Sebastian Kurz, landi saltgerðarmannanna og fráfarandi kanslari Austurríkis, virðir fyrir sér veigarnar.
alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV