Loftslagsmálin fyrirferðarmikil í ríkisstjórnarviðræðum

13.10.2021 - 15:53
Mynd: Guðmundur Bergkvist / RÚV
Katrín Jakobsdóttir segir að stjórnarmyndunarviðræður mjakist áfram en gangi vel. Enn sé þó nokkuð langt í land.

Formenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í ráðherrabústaðnum í dag og ræddu meðal annars um loftslagsmál. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir náði tali af Katrínu eftir fundinn.