Forsetafrúin hnýtir í Morgunblaðið vegna forsíðumyndar

13.10.2021 - 11:57
Mynd með færslu
 Mynd: Forseti Íslands - RÚV
Eliza Reid, forsetafrú, hnýtir aðeins í Morgunblaðið vegna forsíðumyndar blaðsins í morgun. Þar sést hún taka á móti Friðriki krónprins sem kom til landsins í opinbera heimsókn ásamt danska utanríkisráðherranum Jeppe Kofod. Hvergi er hins vegar minnt á Elizu Reid í texta blaðsins við myndina heldur eingöngu taldir upp þeir ráðamenn sem sátu kvölverðarboðið á Bessastöðum.

Ögn neðar á Facebook-síðu sinni vekur Eliza síðan athygli á því að kvöldverðarboðið í gærkvöld hafi verið fyrsta sitjandi borðhaldið á Bessastöðum í langan tíma. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV