FH-ingar lögðu nýliðana í Kaplakrika

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

FH-ingar lögðu nýliðana í Kaplakrika

13.10.2021 - 21:39
FH vann Víking í Olís deild karla örugglega 31-24 í Kaplakrika í kvöld. Nýliðar Víkings eru án stiga eftir fjóra leiki í deildinni.

FH hafði unnið tvo leiki og tapað tveimur en Víkingur var án stiga eftir þrjá leiki. Jafnt var á með liðunum lengst framan og marki munaði á liðunum í hálfleik, 13-12 FH í vil. Heimamönnum í FH tókst hægt og bítandi að slíta sig frá Víkingum og FH vann að lokum öruggan sigur 31-24.

Egill Magnússon var markahæstur FH-inga með 9 mörk og Einar Örn Sindrason kom næstur með fimm. Hjá Víkingum var Jóhann Reynir Gunnlaugsson markahæstur með 11 mörk.