Ósigrandi Danir tryggðu sér sæti á HM

epa09292259 Simon Kjaer (R) and Andreas Christensen (C) of Denmark celebrate after winning the UEFA EURO 2020 group B preliminary round soccer match between Russia and Denmark in Copenhagen, Denmark, 21 June 2021.  EPA-EFE/Hannah McKay / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA

Ósigrandi Danir tryggðu sér sæti á HM

12.10.2021 - 21:07
Danmörk tryggði sér í kvöld sæti á HM karla í fótbolta með 1-0 sigri á Austurríki í undankeppninni. Danir hafa unnið alla átta leikina sem þeir hafa spilað í sínum riðli.

Þjóðverjar urðu í gærkvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti á HM þegar þeir unnu Norður-Makedóníu 4-0. Danir, sem höfðu unnið alla leiki sína í riðlinum, gátu svo tryggt sér sæti í kvöld. Joakim Mæhle gerði eina mark leiksins á 53. mínútu en frábær stemning var á Parken leikvanginum í Kaupmannahöfn í kvöld. Danir eru nú með fullt hús stiga, 24 stig þegar tveir leikir eru eftir, og því ljóst að toppsætið í riðlinum er þeirra og sömuleiðis farseðill til Katar.

Fjöldi annarra leikja var í kvöld. Í E-riðli fékk England Ungverjaland í heimsókn á Wembley. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Roland Sallai kom Ungverjum yfir á 24. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Luke Shaw var dæmdur brotlegur innan teigs. John Stones jafnaði þrettán mínútum síðar fyrir England en fleiri urðu mörkin ekki. England er nú með 20 stig á toppi riðilsins.

Þá gerði Cristiano Ronaldo þrennu þegar Portúgal vann Lúxemborg 5-0. Fyrri tvö mörkin komu úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik og það þriðja á 87. mínútu. Bruno Fernandes og Joao Palhinha gerðu svo eitt mark hvor. Portúgal er nú í öðru sæti riðilsins með 16 stig einu stigi á eftir Serbíu í toppsætinu en Portúgal á hins vegar leik til góða.

Önnur úrslit kvöldsins:
Kasakstan 2 - 0 Finnland
Úkraína 1 - 1 Bosnía og Hersegóvína
Kósóvó 1 - 2 Georgía
Litáen 0 - 4 Sviss
Svíþjóð 2 - 0 Grikkland
Serbía 3 - 1 Aserbaísjan
Færeyjar 0 - 1 Skotland
Ísrael 2 - 1 Moldóva
Albanía 0 - 1 Pólland
Búlgaría 2 - 1 Norður-Írland
San Marínó 0 - 3 Andorra