Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Krónprinsinn kominn á Bessastaði

Mynd: Forseti Íslands / RÚV
Friðrik krónprins Danmerkur og Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, komu hingað til lands í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð krónprinsinum og utanríkisráðherranum ásamt danskri sendinefnd til kvöldverðar á Bessastöðum nú í kvöld og hófst veislan klukkan hálf 7.

Gestirnir komu í lögreglufylgd að Bessastöðum nú rétt fyrir fréttir og létu slagviðrið ekki slá sig út af laginu. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Kristinn Þeyr Magnússon

Prinsinn og utanríkisráðherrann koma hingað til lands með danskri sendinefnd með það að markmiði að styrkja viðskiptatengsl og samstarf landanna á sviði sjálfbærra orkulausna.

Fundur dansk-íslensku sendinefndarinnar og heimsókn í danska varðskipið HMDS Triton er meðal þess sem er á dagskrá krónprinsins og utanríkisráðherrans á morgun. 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV