Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 nærri Keili

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist nærri Keili á Reykjanesskaga á tíunda tímanum í kvöld. Skjálftinn fannst í Hafnarfirði. Um vika er síðan síðast mældist skjálfti yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga.

Heldur hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga síðustu daga. Jarðhræringarnar dagana á undan minntu nokkuð á ástandið áður en gos hófst í Geldingadölum, en skjálftarnir nú eiga upptök sín nær Keili. Þeir finnast síður í Grindavík og hafa fundist betur í Vogum og í Hafnarfirði.

Í vikunni greindi Veðurstofan frá því að engin skýr merki væru um að kvika væri að finna sér nýja leið upp á yfirborðið. Það útiloki hins vegar ekki að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að það sjáist ekki á gervitunglagögnum.