Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Dýrið fyrst íslenskra mynda yfir milljón dali

Mynd með færslu
 Mynd: Go to sheep - RÚV

Dýrið fyrst íslenskra mynda yfir milljón dali

10.10.2021 - 22:59

Höfundar

Íslenska kvikmyndin Dýrið halaði inn yfir milljón bandaríkjadali í miðasölutekjur í Bandaríkjunum um helgina og var sjöunda mest sótta myndin í kvikmyndahúsum landsins samkvæmt áætluðum sölutölum Mojo. Miðað við þær tölur er Dýrið þegar orðin tekjuhæsta íslenska myndin sem sýnd hefur verið í bandarískum kvikmyndahúsum.

Myndin gengur undir nafninu Lamb á alþjóðavísu. Hún er í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar, og hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes á þessu ári fyrir frumleika. Aðalhlutverkin eru í höndum Noomi Rapace, Hilmis Snæs Guðnasonar og Björns Hlyns Haraldssonar. 

Myndin var sýnd í um 600 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum, sem er mesta dreifing sem íslensk kvikmynd hefur fengið þar í landi. Framleiðendur myndarinnar sögðu í fréttatilkynningu að það væri til marks um þá trú sem dreifingaraðilinn A24 hafði á myndinni. Ein önnur mynd á topp tíu listanum í Bandaríkjunum þessa helgina var einnig frumsýnd vestanhafs um helgina. Nýjasta myndin um njósnara hennar hátignar, James Bond, sem var sýnd í rúmlega 4.400 sölum og halaði inn um 56 milljónir dala.  

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

Dýrið í fimmta sæti á frumsýningardegi í Bandaríkjunum

Kvikmyndir

Dýrið sýnt á 600 tjöldum í Bandaríkjunum

Kvikmyndir

Dýrið hreppti frumleikaverðlaun í Cannes