Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Minnismerki verði fjarlægt af háskólalóð í Hong Kong

09.10.2021 - 07:51
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína
epa07623678 A group of Hong Kong University students clean the 'The Pillar of Shame', an art piece dedicated to the victims of the 1989 Beijing Tiananmen Square massacre, at Hong Kong University in Hong Kong, China, 04 June 2019. The pillar created by Danish artist Jens Galschiot in 1996. Thousand of people will attend an annual vigil to demand the vindication of the 04 June pro-democracy student movement in Beijing and the end of one-party rule in China. Hong Kong, along with Macau, is the only place on Chinese soil where such a vigil is allowed.  EPA-EFE/JEROME FAVRE
 Mynd: EPA
Háskólinn í Hong Kong hefur fyrirskipað að stytta til minningar um mótmælendurna sem voru drepnir á Torgi hins himneska friðar árið 1989 verði fjarlægð. Fólk safnaðist saman við styttuna 4. júní til að minnast lýðræðissinnanna sem voru drepnir af kínverskum hermönnum í Peking.

Verkið ber nafnið Pillar of Shame, eða Súla skammar. Þar má sjá fimmtíu andlit og pyntaða líkama í hrúgu. Styttan hefur staðið við háskólann í rúma tvo áratugi. Danski höggmyndasmiðurinn Jens Galschiøt bjó styttuna til.

Hann er verulega ósáttur við ákvörðunina um að fjarlægja styttuna, og segir það enn eitt merkið um niðurrif stjórnvalda gegn andófsröddum í héraðinu. Hann kveðst hneykslaður á því að það standi til að vanhelga eina minnismerkið um jafn áhrifaríkan og mikilvægan atburð í kínverskri sögu. Súlan sé mikilvægt lisaverk sem eigi söguleg tengsl við Hong Kong og ætti að standa áfram á kínversku landi, hefur Guardian eftir Galschiøt.

Skólinn segir í bréfi til samtakanna sem skipuleggja árlega minningarathöfn vegna atburðanna á Torgi hins himneska friðar að þau verði að fjarlægja styttuna af háskólalóðinni fyrir klukkan fimm síðdegis þann 13. október. Verði hún enn á sínum stað metur skólinn sem svo að styttan hafi verið yfirgefin, og háskólinn sjái um að farga henni.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV