Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Líklegra að svæðið falli í smærri brotum en allt í einu

08.10.2021 - 20:21
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Hreyfingin í hlíðinni á Seyðisfirði, milli skriðusársins frá því í desember og Búðaár, er mismikil eftir því hvar mælar Veðurstofu Íslands eru staðsettir. Svæðið er talsvert sprungið og telja sérfræðingar líklegra að það falli í smærri brotum en að það fari allt í einu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Þar segir einnig að ekki sé gert ráð fyrir að íbúar geti snúið til síns heima fyrr en eftir helgi og að öll óviðkomandi umferð um skriðusvæðið sé óheimil. „Unnið er að mati á því hvort leiðigarðar og safnþró taki við því efni sem óstöðugt er í hlíðinni, jafnvel þó það fari allt í einu. Niðurstaða þess og frekara mat á aðstæðum ætti að liggja fyrir strax eftir helgi.  Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðum ofan Seyðisfjarðar.“

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV