Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hættustigi aflétt í Útkinn og vegurinn opnaður

08.10.2021 - 14:36
Mynd með færslu
 Mynd: Jóna Björg Hlöðversdóttir - Aðsent
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að færa viðbúnaðarstigið í Útkinn úr hættustigi niður á óvissustig. Góð veðurspá er svæðinu næstu daga.

Góð veðurspá næstu daga

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér tilkynningu þar sem sagt er frá því að búið er að endurmeta stöðuna í Útkinn. „Ofanflóðavakt veðurstofunnar telur ekki ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu á svæðinu og góð veðurspá er næstu daga. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að færa viðbúnaðarstigið niður á óvissustig,“ segir í tilkynningu. 

Vegurinn opnaður almenningi

Þá hefur vegurinn um Útkinn verið opnaður á ný fyrir almenna umferð. Vegfarendur eru þó hvattir til þess að fara varlega á svæðinu.