Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Snarpur skjálfti í Japan, engar fréttir af tjóni

07.10.2021 - 15:16
Erlent · Asía · Japan · jarðskjálfti
The train service is suspended due to power failure at JR Shinagawa station following an earthquake, in Tokyo, Thursday, Oct. 7, 2021. A powerful earthquake shook the Tokyo area on Thursday night, but officials said there was no danger of a tsunami.(Kyodo News via AP)
Eitthvað var um að lestir stöðvuðust um tíma í Tókýó vegna rafmagnstruflana. Mynd: AP - Kyodo
Rafmagn fór af nokkur hundruð íbúðum í Tókýó, höfuðborg Japans, þegar jarðskjálfti, 6,1 að stærð, reið yfir á Honshu-eyju. Ferðir hraðlesta voru stöðvaðar um stund meðan verið var að kanna ástand járnbrautarspora.

Upptök skjálftans voru í Chiba-héraði austan við Tókýó, á áttatíu kílómetra dýpi. Hann reið yfir þegar klukkuna vantaði nítján mínútur í ellefu að kvöldi að staðartíma. Ekki var talin ástæða til að gefa út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans. Að sögn japanskra fjölmiðla þótti vissast að kanna ástand kjarnorkuvera í grennd við upptökin, en engar fréttir hafa borist af tjóni til þessa.
 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV