Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Vantraust samþykkt á rúmensku stjórnina

05.10.2021 - 12:42
epa09507017 Romania's Prime Minister Florin Citu delivers a speech to lawmakers of both parliament chambers as he faces a no-confidence vote,  Romania, 05 October 2021. Romania's government is facing a no-confidence motion filed by the main opposition party PSD (Social Democracy Party). Junior ruling coalition member USR (Save Romania Union), who left the government a month ago, is expected to vote the motion over objection to a development program for local authorities worth some ten billion euro. If the motion is passed, Citu's cabinet is dismissed but can remain on an interim basis, for the next 45 days.  EPA-EFE/ROBERT GHEMENT
Florin Citu gegndi embætti forsætisráðherra í tíu mánuði Mynd: EPA-EFE
Rúmenska ríkisstjórnin er fallin. 281 þingmaður á þingi landsins greiddi í dag atkvæði með tillögu um vantraust. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni, þar sem stjórnarliðar og ríkisstjórn Florins Citus forsætisráðherra ákváðu að sniðganga atkvæðagreiðsluna. Citu tók við embætti í desember síðastliðnum. Hann og stjórn hans hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við fjórðu bylgju COVID-19 faraldursins og margvíslegum efnahagserfiðleikum sem að steðja.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV